Prenta |

Ömmu-og afa kaffi

Ritað 02.11.2018. Efnisflokkur: Fréttir

Föstudaginn 9.nóvember bjóðum við ömmum og öfum í kaffi til okkar kl.14:30-15:30. Börnin ætla að baka múslíkökur og munu auðvitað gera boðskort!

Prenta |

Bangsa-og náttfatadagur

Ritað 25.10.2018. Efnisflokkur: Fréttir

Laugardaginn 27.október er Alþjóðlegi bangsadagurinn og af því tilefni verður Bangsa- og náttfatadagur hjá okkur föstudaginn 26.október. Börn (og starfsfólk) mæta í náttfötum með uppáhalds bangsann sinn. Algjör kósýdagur í vændum!

Prenta |

Kvennafrí 24. október 2018

Ritað 18.10.2018. Efnisflokkur: Fréttir

Kæru foreldrar og aðrir forráðarmenn.

Samtök launafólks og samtök kvenna hvetja konur til að leggja niður vinnu kl. 14:55 miðvikudaginn 24. október og fylkja liði á samstöðufund á Arnarhóli, kl. 15:30 undir kjörorðinu: Breytum ekki konum, breytum samfélaginu!

Ég biðla til foreldra leikskólabarna (helst feður) að sækja börn sín fyrir kl. 14.40 þennan dag eftir því sem kostur er.

Sjá nánari upplýsingar á íslensku og ensku - http://kvennafri.is/kvennafri/

 

Með bestu kveðju,
Ásgerður Guðnadóttir
Leikskólastjóri