Prenta |

Síðasti dagurinn hennar Villu

Ritað 28.04.2017. Efnisflokkur: Fréttir

 MG 0981Í dag er síðasti dagurinn hennar Villu hjá okkur í Hálsaskógi en Villa hefur starfað, fyrst í Hálsakoti og svo í Hálsaskógi í 32 ár. Já geri aðrir betur! Við eigum efitr að sakna hennar ótrúlega mikið. Takk fyrir samstarfið og samvinnuna og frábær kynni elsku Villa okkar.

Prenta |

Páska og sumarkveðja

Ritað 12.04.2017. Efnisflokkur: Fréttir

PáskarÞá erum við að detta í páskafrí og um leið og við óskum ykkur gleðilegra páska og gleðilegs sumars þá minnum við á lokun leikskólans í næstu viku en við erum á leið í námsferð til Brighton.

Þriðjudag 18.apríl er leikskólinn opinn til 12.00. Skipulagsdagur eftir hádegi.

Miðvikudagur 19.apríl er leikskólinn lokaður vegna skipulagsdags.

Fimmtudagur 20.apríl er sumardagurinn fyrsti og leikskólinn lokaður.

Föstudagur 21.apríl er leikskólinn lokaður vegna skipulagsdags

Prenta |

Starfsmenn með basar

Ritað 05.04.2017. Efnisflokkur: Fréttir

Föstudaginn 7. apríl kl. 10.00-17.00 ætla starfsmenn í leikskólanum Hálsaskógi að vera með markaðsborð í Mjóddinni.

Þar verður ýmislegt góðgæti boðið til sölu s.s. nýbakaðar kleinur, rúgbrauð, marengstertur, berjahlaup, marmelaði, súkkulaðikökur, ýmis konar handverk og margt, margt fleira.


Afrakstur dagsins verður notaður í námsferð sem starfsmenn ætla að fara í núna í apríl.

lógó með leiðarljósi