Prenta |

Rafmagnslaus dagur 24. janúar

Ritað 20.01.2017. Efnisflokkur: Fréttir

Þriðjudaginn 24. janúar verður rafmagnslaus dagur í leikskólanum. Þann dag ætlum við að komast að því hvernig það er að vera án rafmagns og hvetjum við því öll börn að koma með vasaljós þar sem það verður ansi dimmt fyrst um morguninn. 

flashlight

Prenta |

Bóndadagur

Ritað 17.01.2017. Efnisflokkur: Fréttir

Föstudaginn 20. janúar er bóndadagur og ætlum við í Hálsaskógi að halda upp á daginn með því að bjóða karlmönnum í fjölskyldum barnanna í morgunverð. Bóndadagsmorgunverðurinn verður kl. 8.15-9.15.

Við hvetjum þá sem hafa tök á að koma gangandi þar sem ekki er mikið um bílastæði við leikskólann.

shark

Í hádeginu ætlum við svo að gæða okkur á þorramat og syngja þorralög.

Ef börnin eiga lopapeysur þá væri gaman ef þau gætu komið í þeim í leikskólann þennan dag.

Prenta |

Skemmtileg leiksýning

Ritað 13.12.2016. Efnisflokkur: Fréttir

Í dag fengum við að sjá leikritið um pönnukökuna hennar Grýlu. Börnin skemmtu sér konunglega og ekki skemmdi fyrir að fá að taka þátt í söngnum sem pönnukakan syngur.

 

20161213 093714 20161213 093924 1