Prenta |

Borg

Hálsaskógur er sex deilda leikskóli sem varð til við sameiningu Hálsaborgar og Hálsakots 1. júlí 2011.  Yngri börnin dvelja  í Borg og eldri í Koti. Leikskólinn er einn af fjórum leikskólum í Seljahverfi í Breiðholti og eru þrjár deildir á Borg sem heita Furulundur, Lerkilundur og Reynilundur. Í Borg dvelja 63 börn samtímis og eru á aldrinum eins til þriggja ára.