Prenta |

Hlutverkaleikur og holukubbar

Hlutverkaleikur er mikilvægur fyrir alhliða þroska barna. Hann eflir tilfinningaþroska, félagsþroska og málþroska. Þarna reynir á samskiptahæfni barnanna, að setja sig í spor annarra og líkja eftir heimi hinna fullorðnu. Auk þess fær hugmyndaflug þeirra og sköpunargleði notið sín. Í hlutverkaleiknum hafa börnin til umráða holukubba sem eru stórir kubbar úr við sem gefa mikla möguleika á að byggja alls konar umhverfi kringum hlutverkaleikinn.

Prenta |

Hópastarf yngstu barna

Tónlistar- og hreyfistundir yngstu barnanna

Eins og tveggja ára börn fara einu sinni í viku í fámennum hópum í samtvinnaða tónlistar- og hreyfistundir. Börnin fá þá tækifæri til hreyfingar inni í sal þar sem tónlistin er tvinnuð saman við æfingar sem þjálfa þau í samhæfingu líkamans. Hver stund byrjar og endar eins. Börnin hlusta á tónlist, hreyfa sig frjálst eftir henni og kynnast hljóðgjöfum. Einnig eru gerðar skipulagðar æfingar og farið í leiki. Það að fara af deildinni og inn í sal er skref til aukins öryggis í umhverfinu.

Markmiðin eru öll þau sömu og eru í tónlistar- og hreyfistundum eldri barna, auk þess að kynna fyrir þeim fyrstu skref hópastarfs og að þjálfa þau í að vinna í hóp.