Prenta |

Nordplus Junior

. Efnisflokkur: Alþjóðleg verkefni

Leikskólinn tekur þátt í Nordplus Junior verkefni "My earth depends on me" og fjallar það um umhverfismennt frá ýmsum hliðum. Fjórir aðrir skólar taka þátt í verkefninu: leikskóli í Eistlandi og grunnskóli í Danmörku, Lettlandi og Litháen.

Í hverjum mánuði eru unnin verkefni með börnunum þar sem eitt viðfangsefni er tekið fyrir í einu. Við erum meðal annars búin að skoða hvað er í útrýmingarhættu í náttúrunni vegna umhverfisáhrifa, mengun, hvað er fallegt og hvað er slæmt í náttúrunni, gróðursetja, búa til fuglahús, föndra úr verðlausu efni og margt, margt fleira.

Verkefnið er til tveggja ára og lýkur því í júní 2017.