Skipulagsdagar skólaárið 2022-2023
Skipulagsdagar skólaársins 2022-2023 eru ráðgerðir á eftirfarandi dögum:
Föstudagur 9. september. Sameiginlegur skipulagsdagur leik- og grunnskóla í Seljahverfi.
Föstudagur 25. nóvember. Sameiginlegur skipulagsdagur leik- og grunnskóla í Seljahverfi.
Föstudagur 3. febrúar.
Miðvikudagur 15. mars. Sameiginlegur skipulagsdagur leik- og grunnskóla í Seljahverfi.
Miðvikudagur 19. apríl og föstudagur 21. apríl. Þessa daga ráðgerir starfsfólk að fara í námsferð.
Útskriftarhópur 2022
Elstu börnin fóru í útskriftarferð á Akranes fimmtudaginn 29.júní sem gekk rosalega vel. Rúta fór frá leikskólanum og hópurinn byrjaði á því að heimsækja Akranesvita. Það var gaman að fara alla leið upp á topp vitans og á niðurleið söng hópurinn nokkur lög. Eftir það var farið á Langasand áður en haldið var í Stúkuhúsið í Garði þar sem hópnum var boðið upp á pizzuveislu.
Sumarhátíð 16.júní
Hin árlega sumarhátíð verður haldin hátíðleg fimmtudaginn 16.júní í tilefni af þjóðhátíðardegi Íslendinga 17.júní. Við leggjum áherslu á íslenska fánann, gleði og gaman. Við munum gera okkur glaðan dag og bjóða upp á andlitsmálningu, stöðvar í garðinum og grillaðar pylsur í hádeginu.
Ekki er óskað eftir viðveru foreldra á hátíðinni sem að þessu sinni er bara fyrir börnin 😉
Skipulagsdagur
Síðasti skipulagsdagur þessa skólaárs verður föstudaginn 20. maí og verður leikskólinn lokaður þann dag.
Gleðilegt sumar
Starfsfólk Hálsaskógar sendir sumarkveðjur með ósk um gleði og gott veður í allt sumar.
Námsferðinni okkar erlendis sem var á dagskrá var frestað en við ákváðum að gera gott úr því og nýta skipulagsdaginn okkar sl. föstudag í ferð austur fyrir fjall. Við byrjuðum á því að heimsækja Hellisheiðarvirkjun og fengum þar leiðsögn og lærðum um hvernig við framleiðum rafmagn og hvernig vatnið er sótt og flutt.