Jólaball verður haldið í leikskólanum föstudaginn 17.desember. Börnin dansa í kringum jólatréð með kennurum sínum og hver veit nema jólasveinninn líti við með glaðning. Í hádeginu verður jólamatur og piparkökur verða í boði í kaffitíma. Algjör sparidagur í Hálsaskógi þennan dag. Börnin mega endilega mæta í betri fötunum 😀