Nú eru skemmtilegir dagar framundan í næstu viku. Bolludagurinn er á mánudaginn og þá ætlum við að gæða okkur á fiskibollum í hádeginu og rjómabollu í kaffitímanum. Á sprengidaginn sprengjum við okkur af saltkjöti og baunum og á öskudaginn verður búningadagur. Við munum slá köttinn úr tunnunni og halda öskudagsball í báðum húsum. Í hádeginu verður boðið upp á pizzu að hætti hússins 😀