Hin árlega sumarhátíð verður haldin hátíðleg fimmtudaginn 16.júní í tilefni af þjóðhátíðardegi Íslendinga 17.júní. Við leggjum áherslu á íslenska fánann, gleði og gaman. Við munum gera okkur glaðan dag og bjóða upp á andlitsmálningu, stöðvar í garðinum og grillaðar pylsur í hádeginu.
Ekki er óskað eftir viðveru foreldra á hátíðinni sem að þessu sinni er bara fyrir börnin 😉