Elstu börnin fóru í útskriftarferð á Akranes fimmtudaginn 29.júní sem gekk rosalega vel. Rúta fór frá leikskólanum og hópurinn byrjaði á því að heimsækja Akranesvita. Það var gaman að fara alla leið upp á topp vitans og á niðurleið söng hópurinn nokkur lög. Eftir það var farið á Langasand áður en haldið var í Stúkuhúsið í Garði þar sem hópnum var boðið upp á pizzuveislu.
Eftir hádegismatinn var gengið yfir í skógræktina og leikið þar til rútan fór aftur með hópinn í leikskólann.
Frábær dagur og frábær hópur. Við þökkum þeim fyrir samveruna undanfarin ár og megi þeim öllum vegna vel í skólanum.